Fara yfir á efnisvæði

Þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

16.09.2024

Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Í sumar skoðaði Neytendastofa m.a. ástand verðmerkinga hjá verslunum sem staðsettar eru í Ármúla og nærliggjandi götum. Farið var í 50 verslanir og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 13 verslunum.

Við seinni skoðun höfðu 10 verslanir bætt úr verðmerkingum sínum þannig að ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim.

EG skrifstofuhúsgögn, Innréttingar og tæki og Kölski bættu ekki merkingar sínar og hafa nú verið sektaðar.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA