Ákvörðun um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta
Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvörðun gagnvart Pólóborg ehf.
Í ákvörðuninni er um það fjallað að óheimilt sé að auglýsa vörurnar þ.m.t. á samfélagsmiðlum. Túlka ber hugtakið auglýsing rúmt og falla því þar undir allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur.
Þá er það mat stofnunin að merkingin Rafrettur.is utan á verslun sé auglýsing á rafrettur og þar með óheimil.
Taldi stofnunin tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málinu þar sem skýrt bann er við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum er í lögum.