Nærri helmingur seljenda notaðra vara á netinu veita neytendum ekki réttar upplýsingar um skilarétt.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti fyrir helgi niðurstöður skimunar (e. sweep) á netverslunum sem selja notaðar vörur (e. second hand), svo sem föt, raftæki og leikföng.
Skimanirnar voru samræmdar af framkvæmdastjórninni og framkvæmdar samtímis af yfirvöldum í 27 EES ríkjum. Markmið skimunarinnar var að sannreyna hvort viðskiptahættir seljenda notaðra vara á netinu samræmdust neytendalögum. Skoðaðir voru 356 seljendur og leiddi skoðunin í ljós að 185 (52%) seljendur hafi mögulega brotið gegn neytendalöggjöf.
Af heildarfjölda skimaðra seljenda voru:
• 40% sem upplýstu neytendur ekki um réttinn til að falla frá samningi á skýran og skiljanlegan hátt. Áður en pöntun er gerð á að upplýsa neytendur um möguleikann á að skipta um skoðun innan 14 daga án nokkurs rökstuðnings eða kostnaðar.
• 45% sem upplýstu neytendur ekki með réttum hætti um ábyrgð vegna galla eða ábyrgð á vörum sem voru ekki eins og auglýst var.
• 57% virtu ekki lágmarkstíma ábyrgðar fyrir notaðar vörur.
• Af þeim 34% seljenda sem settu fram umhverfisfullyrðingar á vefsíðu sinni voru 20% ekki taldar nægilega rökstuddar og 25% voru augljóslega rangar, villandi eða líklegar til að flokkast sem ósanngjarnir viðskiptahættir.
• 95% sem gáfu réttar upplýsingar um sig, þ.e. seljandann, og 92% sem birtu heildarverð vörunnar, þ.e. verð að meðtöldum sköttum.
Neytendayfirvöld munu í framhaldinu ákveða hvort gripið verði til frekari aðgerða.
Lesa má fréttatilkynningu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í heild sinni hér.