Sekt vegna verðmerkinga
04.11.2025
Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Í verðmerkingareftirliti er skoðað hvort söluvörur eru veðmerktar, hvar sem þær eru sýnilegar eða aðgengilegar neytendum. Einnig er skoðað hvort að verðskrá yfir framboðna þjónustu sé sýnileg.
Í verðmerkingareftirliti Neytendastofu gerðu starfsmenn stofnunarinnar athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum þar sem ástand verðmerkinga var ábótavant og hvatti stofnunin til úrbóta. Skoðuninni var að lokum fylgt eftir með annarri heimsókn og nú hefur stofnunin sektað sjö fyrirtæki höfðu ekki gert fullnægjandi úrbætur á verðmerkingum.
Sektirnar má lesa í heild sinni hér