Fara yfir á efnisvæði

Mikilvægar framfarir í öryggi sígarettukveikjara innan EES

07.06.2012

Fréttamynd

Neytendastofa hefur síðan árið 2010 tekið þátt í samevrópsku verkefni á vegum Prosafe, samstarfsnets evrópskra stjórnvalda á sviði vöruöryggis, um öryggi kveikjara. Markmiðið hefur verið að ganga úr skugga um að aðeins kveikjarar sem eru öruggir og með barnalæsingu séu markaðssettir á innri markaði EES. Niðurstöður úr markaðseftirliti seinni hluta ársins 2011 sýna að öryggi kveikjara er áberandi betra en fyrir tveimur árum.

Verkefnið hófst upphaflega árið 2007 og stóð til ársloka 2009. Vegna þess hve mikið af hættulegum kveikjurum voru á markaðnum var ákveðið að endurtaka verkefnið. 17 ESB og EFTA-EES ríki hafa tekið þátt í tveimur verkefnum, og til viðbótar hafa 12 ríki fylgt verkefnunum án þess að vera beinir þátttakendur. Bæði verkefnin hafa verið rekin með fjármagni frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Síðara verkefnið hófst árið 2010 og lýkur í árslok 2012. Í dag hafa um það bil 2.600 kveikjarar verið skoðaðir með markaðseftirliti í verslunum, hjá innflytjendum og heildsölum. Um 40% af þessum kveikjurum höfðu ýmislega annmarka, s.s. vantaði leiðbeiningar, rangar merkingar og aðra galla.

Valdar voru af handahófi 31 tegund af sígarettukveikjurum frá sjö stærstu dreifingaraðilum kveikjara á EES svæði til að prófa nánar af faggiltri prófunarstofu. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

• Aðeins 8% þessara kveikjara höfðu hættulega annmarka sem gætu stefnt neytendum í hættu, samanborðið við 35% árið 2009
• 65% kveikjaranna voru taldir öryggir, samanborið við aðeins 46% árið 2009.

Niðurstöðurnar sýna einnig fram á að öryggi innfluttra kveikjara hefur lagast og færir það sönnur á gagn sameiginlegs markaðseftirlits. Við prófun árið 2009 voru 51% innfluttra kveikjara taldir hafa hættulega annmarka, en eru núna í 18%.
Þrátt fyrir þessar mikilvægu framfarir er enn þörf á frekari aðgerðum. Framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar hafa verið minntir á þær skyldur sem þeir bera lögum samkvæmt um að tryggja að allir kveikjarar sem markaðssettir eru á EES-svæðinu séu öryggir, að tryggja að allir kveikjarar séu með barnalæsingu og að kveikjarar með óhefðbundið útlits sem höfða sérstaklega til barna séu ekki markaðssettir.

Bakgrunnur
Þessi fréttatilkynning er gefin út af PROSAFE og þeim 14 þátttökuríkjum og öðrum ríkjum sem koma að verkefninu, Austurríki, Kýpur, Tékkland, Eistland, Grikkland, Ísland, Írland, Malta, Holland, Noregur, Slóvakía, Slóvenía, Spánn og Svíþjóð.

Verkefnið er samræmt af PROSAFE, “The Product Safety Enforcement Forum of Europe”, samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, en þau sameina markaðseftirlitsaðila frá allri Evrópu og um heim allan. Nánari upplýsingar á www.prosafe.org

http://www.prosafe.org/read_write/file/Press-Releases/Lighters-12-06-06-02_press_release-final.pdf

 

TIL BAKA