Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2005

06.10.2005

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs um uppgreiðslugjald af neytendalánum.  Neytendasamtökin og ASÍ kvörtuðu til Samkeppnisstofnunar haustið 2004 og töldu að gjald sem lánveitendur innheimta af neytendum þegar þeir greiða upp lán væri ekki í samræmi við ákvæði laga um neytendalán.  Niðurstaða samkeppnisráðs var að ekkert í lögum um neytendalán banni innheimtu uppgreiðslugjalds.  Samkeppnisráð tók jafnframt fram að það verði að koma skýrt fram í upphaflegum lánssamningi aðila að uppgreiðslugjald sé innheimt greiði neytandi upp lán fyrir gjalddaga.  Jafnframt verði lánveitendur að kynna neytanda alla skilmála lána með fullnægjandi hætti.  

Neytendastofa fer í dag með eftirlit með lögum um neytendalán. 

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar nr. 11/2005.


TIL BAKA