Fara yfir á efnisvæði

Hættulegir gashitarar

21.09.2005

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Olíufélagsins á Outback gashiturum seldum á þessu ári.  Í ljós hefur komið að galli getur verið í samsetningu á rofa gashitarans þannig að ekki lokast sjálfkrafa fyrir gasið ef hitarinn fellur um koll. 

Tegund vöru:  Gashitari.

Vörumerki:      Outback.

Þekktir söluaðilar hér á landi:  Olíufélagið og Húsasmiðjan.

Hætta:  Ekki lokast sjálfkrafa fyrir gasstreymi til hitarans ef hann fellur um koll.

Hvað eiga kaupendur að gera?  Þeir sem keyptu Outback gashitara í sumar eiga að hætta að nota gashitarana þegar í stað og hafa samband við Þjónustuver Olíufélagsins í síma 560 3400 til þess að ganga úr skugga um hvort þeirra gashitari sé gallaður.   

TIL BAKA