Fara yfir á efnisvæði

Íslenska gámafélaginu gert að afskrá lénið gamur.is hjá ISNIC

23.09.2009

Gámaþjónustan kvartaði yfir skráningu og notkun Íslenska gámafélagsins á léninu gamur.is. Gámaþjónustan hafi átt lénið gamar.is frá 1998 en Íslenska gámafélagið hafi skráð lénið gamur.is í mars 2000. Þá eigi Gámaþjónustan einnig skráð lénin gámar.is frá desember 2004 og gámur.is frá september 2005. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 24/2009 var Íslenska gámafélaginu bönnuð notkun lénsins gamur.is. Jafnvel þó um almennt orð væri að ræða sem væri lýsandi fyrir starfsemi beggja aðila ylli lénið ruglingshætti gagnvart neytendum þar sem einungis væri um að ræða eintölumynd af léni sem Gámaþjónustan hafi átt í lengri tíma. Var Íslenska gámafélaginu því gert að afskrá lénið hjá ISNIC.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA