Fara yfir á efnisvæði

Frumvarp að staðli um raflagnir bygginga

08.03.2005

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á því að Staðlaráð Íslands hefur auglýst til umsagnar frumvarp að íslenskum staðli frÍST 200 sem fjallar um um raflagnir í byggingum.

Frumvarpið er að mestu leyti þýðing á alþjóðlegum stöðlum í staðlaröðinni IEC 60364 frá Alþjóða raftækniráðinu IEC og samræmingarskjölum í röðinni HD 384 frá Evrópsku rafstaðlasamtökunum CENELEC. Áttundi kaflinn er þó saminn hér á landi og inniheldur kröfur sem ekki er að finna í evrópskum eða alþjóðlegum stöðlum.

Þýðingin frumvarpsins var að öllu leyti kostuð af Löggildingarstofu. Staðallinn mun að miklu leyti koma í stað reglugerðar um raforkuvirki varðandi raflagnir bygginga.

 Löggildingarstofa hvetur alla fagmenn á rafmagnssviði og áhugamenn til þess að kynna sér efni frumvarpsins og senda hugsanlegar athugasemdir til Staðlaráðs fyrir 01.06.2005.

Hægt er að panta frumvarpið á vef Staðlaráðs Íslands, www.stadlar.is og munu þeir sem kaupa það fá endanlega útgáfu staðalsins sér að kostnaðarlausu.

TIL BAKA