Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvarðanir Neytendastofu
20.07.2009
Með ákvörðun nr. 5/2009 tók Neytendastofa þá ákvörðun að starfsmaður Petersen ehf. hafi brotið gegn lögum um eftirlit með óréttmætur viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að nýta sér trúnaðarupplýsingar um erlenda birgja Petersen í nýstofnuðu fyrirtæki sínu. Áfrýjunarnefndin féllst á það mat Neytendastofu að þar sem starfsmaðurinn gegndi enn störfum hjá Petesen þegar hann gerði samning við birginn hafi hann brugðist trúnaðarskyldu sinni með því að hagnýta sér upplýsingar sem teldust til atvinnuleyndarmála. Starf hans hjá Petersen hafi verið grundvöll þess trausts og persónulega sambands sem starfsmaðurinn átti við hinn erlenda birgja.