Neytendastofa gerir ekki athugasemdir við gengisútreikninga á kreditkortareikningi
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að ekki sé ástæða til aðgerða af hálfu stofnunarinnar vegna gengisútreikninga á kreditkortareikningi frá Visa Ísland.
Stofnuninni barst kvörtun vegna gengisútreikninga á erlendum hraðbankaúttektum sem framkvæmdar voru í byrjun október 2008. Á vefsíðum kreditkortafyrirtækjanna kom fram fullyrðing um að kreditkort sé greiðslumiðill líkt og seðlar. Gengisútreikningar á hraðbankaúttekt hafi hins vegar ekki verið reiknaðir í íslenskar krónur fyrr en sólarhring seinna. Á þeim tíma hafi gengi krónunnar gagnvart evru verið mun verra en þegar úttektin átti sér stað.
Í svari Valitor, umboðsaðila Visa á Íslandi, kom fram að erlendur úttektir séu umreiknaðar yfir í íslenskar krónur á því gengi sem í gildi er þegar Visa International berist færslu frá verslunareiganda, eins og fram komi í skilmálum kortanna. Alla jafna berist hraðbankaúttektir einum sólarhring sínar.
Að mati Neytendastofu eru skilmálar, þess efnis að erlendar færslur séu umreiknaðar í íslenskar krónur á því gengi sem í gildi er þegar færslurnar berast Visa, ekki ósanngjarnir. Almennt feli slíkt ekki í sér mikla eða ósanngjarna gengisáhættu fyrir neytendur. Aðstæður í byrjun október 2008 geti ekki talist annað en ófyrirsjáanlegar og því ekki ástæða til að telja samningsskilmála ósanngjarna vegna þeirra.