Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2009

09.03.2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Halldór Guðmundsson hafi brotið gegn ákvæðum 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nýta sér trúnaðarupplýsingar um birgja Petersen ehf. í atvinnuskyni og án heimildar forráðarmanna Petersen.

Í starfi sínu hjá Petersen öðlaðist Halldór upplýsingar um birgja Petersen sem hann síðar nýtti sér til að ná viðskiptum birgja Petersen í nýstofnað fyrirtæki sitt.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA