Fara yfir á efnisvæði

Hættulegir straumbreytar

15.09.2005

Innköllun á hættulegum straumbreytum fyrir þunnu gerðina (slimline) af PlayStation 2 leikjatölvuna fer nú fram á vegum Sony. Umræddir straumbreytar voru framleiddir á tímabilinu ágúst til desember 2004 og fylgdu PlayStation 2 leikjatölvum með númeraröðina SCPH70002, SCPH70003 og SCPH70004. Nánari upplýsingar er að finna á vef Sony, sjá einnig frétt á mbl.is.

Rafföng: Straumbreytar fyrir PlayStation 2 slimline

Vörumerki: Sony.

Tegundir / Gerðir: HP-ATO48H03

Þekktir söluaðilar á Íslandi:  Selt af mörgum mismunandi aðilum. 

Hætta: Af rafföngunum getur stafað bruna- og snertihætta (hætta á raflosti).

Hvernig er hægt að þekkja rafföngn ?: Sjá nánar á vef Sony.

Hvað eiga eigendur slíkra raffanga að gera ?: Eigendur eiga að sjálfsögðu að hætta notkun þeirra þegar í stað og snúa sér til Sony (sjá nánar á vef Sony). Upplýsingar eru einnig veittar í síma 591 5199. Að auki er hægt að hafa samband við viðkomandi söluaðila á Íslandi. 

TIL BAKA