Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti stjórnvaldssekt á Hagkaup
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2012 lagði stofnunin 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Hagkaup fyrir brot á eldri ákvörðun. Málið snéri að Tax Free auglýsingum Hagkaups sem Neytendastofa hafði kveðið á um að yrðu að innihalda skýrar upplýsingar um það hvert prósentuhlutfall afsláttarins væri. Þær upplýsingar komu ekki fram í auglýsingum Hagkaups sem birtust m.a. í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind og því var Hagkaup, eins og áður segir, sektað um 500.000 kr. Hagkaup kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála og taldi Neytendastofu m.a. hafa brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og tjáningarfrelsi sínu. Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi sýnt að brotið hafi verið gegn fyrri ákvörðun og að fjárhæð sektarinnar væri hóflega. Þá féllst nefndin ekki á að með ákvörðuninni hafi verið brotið á tjáningarfrelsi Hagkaup. Ákvörðunin var því staðfest.
Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 17/2012 má lesa hér