Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar PAX AURLAND speglahurðir

03.11.2011

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á PAX fataskáp með AURLAND speglahurð frá framleiðanda nr. 12650. IKEA hefur fengið tilkynningar um að spegillinn geti losnað af hurðinni og brotnað í beittar flísar. Engar tilkynningar um slys hafa borist.

Framleiðsluvikurnar sem um ræðir eru 1039 – 1048. Vörunafnið PAX AURLAND og framleiðsluvikan og númer framleiðandans eru prentuð neðst aftan á speglahurðina.

Viðskiptavinir sem eiga PAX AURLAND speglahurð frá framleiðanda nr. 12650 eru beðnir að hafa samband við Þjónustuver IKEA í síma 520 2500 til að fá leiðbeiningar um hvernig
þeir geti fengið nýja hurð, þeim að kostnaðarlausu.  Sjá nánar innköllun IKEA ásamt myndum.

TIL BAKA