Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Neytendastofu vegna bílasamnings SP-Fjármögnunar

06.01.2011

Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun í máli þar sem kvartað var yfir bílasamningi SP-Fjármögnunar. Kvörtunin var í nokkrum liðum og var niðurstaða Neytendastofu var sú að SP hafi brotið gegn lögum um neytendalán og lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að tilgreina ekki í samningi að greiða skyldi vaxtaálag á LIBOR vexti. Stofnunin taldi ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna þess að lánveitanda hafi verið sent óundirritað eintak af samningnum sem ekki var að fullu samhljóða þeim samningi sem ritað var undir, þegar lántaki óskaði eftir afriti af samningnum, þar sem ekki var sýnt fram á að innheimta lánsins hafi verið í ósamræmi við skilmála upphaflega, undirritaða samningsins. Þá taldi stofnunin ekki ástæðu til að gera athugasemdir við það að hlutfall hinna erlendu mynta breyttist enda væri lánið tekið í tilteknum fjölda króna og mynta. Þegar erlendu myntirnar væru umreiknaðar í íslenskar krónur breyttist hlutfall þeirra gagnvart hver annarri samhliða breytingum á gengi.

Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér.

TIL BAKA