Fara yfir á efnisvæði

Athugun Neytendastofu á vefsíðum fjármálafyrirtækja

23.11.2012

Í janúar s.l. greindi Neytendastofa frá því að stofnunin tók þátt í samræmdri skoðun á vefsíðum fjármálafyrirtækja í Evrópu. Neytendastofa skoðaði upplýsingar í tengslum við debetkortareikninga, yfirdráttarlán og kreditkort hjá tíu fyrirtækjum. Þar sem ný tilskipun um neytendalán 2008/48/EC hefur ekki verið innleidd í íslensk lög var ekki tekið tillit til hennar við skoðunina.

Ekki þurfti að gera neinar athugasemdir við kynningu á debetkortum, yfirdráttarlánum eða kreditkortum á íslensku vefsíðunum.

Auk Íslands og Noregs tóku 27 aðildarríki ESB þátt í athuguninni sem tók til 562 vefsíðna. Í ljós kom að 393 vefsíður, eða 70% þeirra vefsíðna sem skoðaðar voru, uppfylltu ekki skilyrði sem gerð eru til upplýsinga um þjónustuna.

Nú, ári frá því að skoðunin fór fram, hefur upplýsingum á 57 vefsíðum verið breytt án aðgerða stjórnvalda, 18 vefsíður eru ekki lengur til og 194 vefsíðum var breytt í kjölfar stjórnvaldsaðgerða viðkomandi ríkis. Enn er unnið að stjórnvaldsaðgerðum til að fá 124 vefsíðum breytt.

Fréttatilkynningu ESB í heild sinni má lesa hér.

TIL BAKA