Fara yfir á efnisvæði

Áfýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Heimsferða ehf.

20.11.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 5/2006 vísað frá kæru Heimsferða ehf. í kjölfar ákvörðunar Neytendastofu. Neytendastofa, í ákvörðun nr. 9/2006, taldi Heimsferðir hafa brotið gegn alferðalögum með kröfu um viðbótargreiðslu fyrir ferð vegna gengisbreytinga. Áfrýjunarnefnd neytendamála bendir á að í alferðalögum sé ekki að finna heimild til að skjóta ákvörðunum stofnunarinnar til áfrýjunarnefndar og að Neytendastofa hafi veitt Heimsferðum rangar leiðbeiningar þar um.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 5/2006



 

TIL BAKA