Fara yfir á efnisvæði

Ó. Johnson & Kaaber tekur rafhlöðu tannbursta af markaði

23.04.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ó. Johnson & Kaaber ehf. um rafmagnstannbursta af gerðinni Colgate 360° og Colgate Actibrush Whitening sem teknir hafa verið af markaði og úr sölu. Ástæða þessara aðgerða er sú að í örfáum tilvikum hefur rafhlöðulok á botni handfangsins skotist af vegna þrýstings sem myndast hefur eftir að rafhlöðum hefur verið skipt út fyrir þær sem koma með burstanum við sölu. Í stað þessara tannbursta hafa verða markaðssettir tannburstar með loftgati á bakhlið handfangsins þannig að koma megi í veg fyrir að þrýstingur af þessu tagi myndist.

Tekið skal fram að aðgerðir þessar eru teknar að frumkvæði framleiðandans og þar sem talið er að hér sé lítil hætta á ferð er ekki um að ræða innköllun frá neytendum.

TIL BAKA