Fara yfir á efnisvæði

Bernhard ehf. innkallar Honda mótorhjól

05.07.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. á Íslandi varðandi innköllun á Honda VT750C mótorhjólum. Ástæða innköllunarinnar er sú að þegar hjólinu er ekið á ákveðnum hraða getur myndast titringur sem veldur röngum viðbrögðum í “velti skynjara” þannig að vélin stöðvast meðan hún er á ferð.

Bernhard ehf. mun hafa samband við hlutaðeigandi mótorhjólaeigendur

TIL BAKA