Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2010

13.09.2010

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum í máli nr. 4/2010 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2010.

Sparnaður hafði kvartað til Neytendastofu yfir viðskiptaháttum KB ráðgjafar við sölu á viðbótarlífeyrissparnaði. Sparnaður taldi KB ráðgjöf hafa brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að setja sig í samband við viðskiptamann Sparnaðar og án þess að hann óskaði þess. Auk þess hafi starfsmaður KB ráðgjafar haldið frammi röngum staðhæfingum við viðskiptavin Sparnaðar í símtölum.

Með ákvörðun sinni, sem áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú staðfest, komst Neytendastofa að því að ekki væri ástæða til aðgerða í málinu.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA