Leikföng skulu vera CE merkt og örugg til notkunar
Neytendastofa vill benda foreldrum og forráðamönnum barna á að afhenda börnum sínum einungis leikföng sem eru CE merkt. Börn hafa ekki þroska til þess að meta hvort leikföng þeirra séu örugg eða ekki. CE- merkt leikföng þýðir að varan hafi verið prófuð áður en hún var sett á markað og að hún uppfyllir kröfur ESB um öryggi, heilsu og umhverfisvernd. Mikilvægt er að farið sé eftir tilmælum þeim sem koma fram á umbúðum leikfanga s.s. þær er varða aldursmerkingar og að börnum yngri en 3ja ára séu afhent leikföng sem hæfa þeirra aldri. Til að mynda eru leikföng með smáum fylgihlutum líkt og Barbie ekki ætluð börnum yngri en 3ja ára, á meðan bangsar eiga ekki að bera aldursviðvörun þar sem þeir eru ætlaðir börnum yngri en 3ja ára. Þá þarf einnig að muna að persónuhlífar sem nota á við hjólabretta og línuskautaiðkun eiga einnig að vera CE merkt.
Myndband
Þeir sem telja að leikföng í verslunum uppfylli ekki kröfur og séu hættuleg eru hvattir til að hafa samband við Neytendastofu.