Fara yfir á efnisvæði

Tal sektað um tvær og hálfa milljón

23.08.2010

Fréttamynd

Neytendastofa hefur sektað IP-fjarskipti ehf. um tvær og hálfa milljón kr. fyrir auglýsingar Tals þar sem með almennum hætti er fullyrt að Tal bjóði ódýrari þjónustu en keppinautar.

Fyrirtækið gat ekki sannað fullyrðingarnar eins og lög gera ráð fyrir og þar sem Neytendastofa hafði áður lagt fyrir Tal að hætta birtingu sambærilegra auglýsinga taldi stofnunin rétt að sekta fyrirtækið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA