Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku. 30-52.

25.03.2011

Fréttamynd

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé.

1. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutning á leikfangabyssusettum þar sem á vörunni eru smáir hlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið köfnun.  Vöruheitið er Lelukulma.  Sjá nánar hér Framleiðsluland er Kína. Varan er CE merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

2. Yfirvöld í Hollandi sett sölubann á plastfígúrur þar þær innihalda þalöt sem eru hættuleg heilsu barna.Vöruheitið er Gamaco NV. Sjá nánari upplýsingar og mynd hér. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.

3. Dreifingaraðili í Lettlandi hefur tekið af markaði plastleikfang vegna hættu á köfnun  og á leikfanginu er band sem getur valdið kyrkingu. Vöruheitið er óþekkt. Sjá nánari lýsingar og mynd hér Framleiðsluland er Pólland. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

4. Tollayfirvöld á Spáni hafa komið í veg fyrir innflutning á snúningsvölu og leikfangasíma.  Snúningsvalan er leysir í flokki 3 sem valdið getur augnskaða og leikfangasíminn getur orsakað slysahættu hjá börnum.  Vöruheitið er Toinsamadrid. Sjá nánar upplýsingar um leikföngin og myndir hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

5. Innkallað hefur verið frá neytendum í Finnlandi skopparaboltum vegna eldhættu sem skapast getur út frá sólarljósi. Vöruheitið er óþekkt. Sjá nánar hér. Framleiðsluland er óþekkt. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

6. Dreifingaraðili í Slóvakíu hefur hætt sölu á púslmottum og yfirvöld hafa fyrirskipað innköllun vegna  köfnunarhættu af smáhluta í vörunni. Vöruheitið er Euro-One . Sjá nánari upplýsingar og mynd hér Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

7. Yfirvöld í Austurríki hafa tekið af markaði leikfangaboga og örvar vegna hættu á köfnun og slysum.  Vöruheitið er ToiToys . Sjá nánar á hér. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

8. Innflytjandi í Bretlandi hefur innkallað frá neytendum  varasalva sem lítur út eins og matvara.  Varna getur valdið hættu á köfnun þar sem hægt er að rugla henni saman við ís og ber . Vöruheitið er Shudehill . Sjá nánari upplýsingar og myndir hér. Framleiðsluland er óþekkt. Varan samræmist tilskipun Evrópuráðsins um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörur sem geta reynst hættulegar heilsu og öryggi neytenda þar eð þær virðast aðrar en þær eru.

9. Tekið hefur verið af markaði í Bretlandi plast köngulær sem geta stækkað þar sem auðveldlega er hægt toga af þeim fæturna sem getur valdið hættu á köfnun. Vöruheitið er Blue2. Sjá nánar hér. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

10. Framleiðandi á Spáni hefur hætt sölu og tekið af markaði plastbílabraut þar sem dekk á meðfylgjandi bílum geta losnað og valið hættu á köfnun. Vöruheitið er Fisher-Price. Sjá nánar hér Framleiðsluland er Mexíkó. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

11. Smásali í Bretlandi hefur innkallað frá neytendum kraftmikla segla sem geta valdið hættu séu þeir gleyptir. Vöruheitið er óþekkt . Sjá nánari upplýsingar hér. Framleiðsluland er óþekkt. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

12. Í Danmörk hefur verið tekið af markaði og innkallað frá  neytendum keðjur til að festa á snuð  vegna hættu á köfnun og  á kyrkingu. Vöruheitið er Teddykompaniet. Sjá nánar hér Framleiðsluland er Norður Kórea. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.


13. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutning á tuskuhundi í búri þar sem varan inniheldur þalöt sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er  LeluKulma. Sjá nánar hér. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.

14. Tollayfirvöld í Þýskalandi hafa komið í veg fyrir innflutning á risaeðlum úr plasti þar sem þær innihalda þalöt sem eru hættuleg heilsu barna.  Innflutningsaðilinn hefur eyða leikfanginu. Vöruheitið er Dausini. Sjá nánar hér Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.

15. innflytjandi í Danmörku hefur stoppað sölu á plastdýri (gíraffa) vegna hættu á köfnun. Vöruheitið er Vulli. Framleiðsluland er Frakkland. Sjá nánar upplýsingar og mynd hér. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

16. Yfirvöld á Spáni hafa tekið af markaði flautu með nammi (Whistle - Robot) þar sem smáhlutur getur losnað og valdið hættu á köfnun. Leikfangið er af gerðinni Sweettoys.  Sjá nánar hér. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

17. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutning á byggingarsetti  fyrir börn þar sem  varan inniheldur þalöt sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Junior Builder - Toyman. Framleiðsluland er Kína. Sjá nánar á hér. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.

18. Yfirvöld í Eistlandi hafa tekið af markaði marglit plastbönd þar sem varan inniheldur þalöt sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er óþekkt. Sjá nánar hér Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.

19.  Tekið hefur verið af markaði í Hollandi og hætt sala á Spiderman plastsundbretti þar sem varan inniheldur þalöt sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Marvel. Sjá nánar hér Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né REACH reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.


Á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB má finna heildaryfirlit yfir hættulegar vörur sem tilkynntar hafa verið í Rapex-kerfið.
Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.

TIL BAKA