Snuðkeðja getur verið hættuleg
Neytendastofu hefur borist ábending frá eftirlitsstofnun í Danmörku (Sikkerhedsstyrelsen). Stofnunin lét prófa 28 snuðkeðjur sem markaðssett hafa verið í Danmörk. Einungis ein tegund af snuðkeðjum uppfyllti öryggiskröfur sem um þau gilda. Helsta ástæðan fyrir því að snuðkeðjur uppfylltu ekki öryggiskröfur var sú að bandið var of langt, en bandið má ekki vera lengra en 22 cm. Ef bandið er lengra er hætta á að börn geta vafið því utan um hálsinn á sér. Önnur helsta ástæðan fyrir því að snuðkeðjur uppfylltu ekki kröfur var að á þeim voru litríkir smáhlutir sem geta losnað og valdið köfnunarhættu.
Sem stendur er Neytendastofa að kanna hvort eitthvað af þeim snuðkeðjum sem ekki uppfylltu öryggiskröfur sé að finna hér á markaði. Við viljum að því sögðu benda neytendum á að senda inn ábendingu í gegn um heimsíðu Neytendastofu viti þeir til þess að einhverjar að umræddum snuðkeðjum finnast á markaði hér á landi eða telja sig vita um snuðbönd sem séu of löng eða með smáhlutum sem geta auðveldlega losnað af.
Sjá nánar um snuðbönd sem uppfylltu ekki kröfur í Danmörk hér.