Fara yfir á efnisvæði

Neytendur og húsaleigumarkaðurinn

14.01.2011

Neytendastofu hafa borist fyrirspurnir frá neytendum um hvert þeir geti leitað komi upp ágreiningur í tengslum við húsaleigusamninga og uppgjör þeirra.
Af því tilefni vill Neytendastofa benda á að starfrækt er kærunefnd sem getur gefið álit á ágreiningsefnum sem kunna að koma upp í tengslum við húsaleigusamninga. Á vefsíðu velferðarráðuneytisins er að finna nánari upplýsingar um starfsemi nefndarinnar. Eyðublað sem fyllt skal út ef neytendur vilja bera mál undir nefndina er að finna hér.
Jafnframt er neytendum bent á að unnt er að fá sérhæfða skoðunarmenn fasteigna sem geta skoðað ástand húsnæðis áður en leigjendur flytja inn eða út úr húsnæði. Þrátt fyrir kostnað getur slík þjónusta óháðra aðila komið í veg fyrir óþarfa ágreining í lok leigutíma eða brottflutning leigutaka og uppgjör trygginga þegar það á við.

TIL BAKA