Fara yfir á efnisvæði

Upplýsingastýringu bönnuð notkun auðkennisins Platon og lénsins platon.is

25.08.2011

Platon leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir notkun Upplýsingastýringar á heitinu Platon og léninu platon.is til að auðkenna fyrirtækið. 

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Upplýsingastýringar á heitinu og léninu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna en bæði fyrirtækin sinna fyrirtækjaráðgjöf. Neytendastofa taldi að Platon ætti betri rétt þar sem Platon hefði notað heitið lengur til að auðkenna fyrirtækið.

Var Upplýsingastýringu því bannað að auðkenna fyrirtæki sitt með heitinu Platon.

Ákvörðunina má lesa í heild hér.

TIL BAKA