Fara yfir á efnisvæði

Gallaður stútur á Síma- og Ringbrúsum

20.08.2010

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Koma ehf., sem selur markaðsvörur til fyrirtækja, Símanum og Ring þar sem varað er við mögulegum galla í vatnsbrúsum sem merktir eru Símanum og Ring og voru gefnir á Landsmóti UMFÍ og þjóðhátíð í Eyjum. Gallinn lýsir sér þannig að hvíti tappinn sem opnar og lokar fyrir flæðið getur losnað þegar sogið er úr brúsunum. 

Neytendastofa hvetur fólk til þess að hætta að nota vatnsbrúsana.

TIL BAKA