Gallaður stútur á Síma- og Ringbrúsum
20.08.2010
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Koma ehf., sem selur markaðsvörur til fyrirtækja, Símanum og Ring þar sem varað er við mögulegum galla í vatnsbrúsum sem merktir eru Símanum og Ring og voru gefnir á Landsmóti UMFÍ og þjóðhátíð í Eyjum. Gallinn lýsir sér þannig að hvíti tappinn sem opnar og lokar fyrir flæðið getur losnað þegar sogið er úr brúsunum.
Neytendastofa hvetur fólk til þess að hætta að nota vatnsbrúsana.