Fara yfir á efnisvæði

Löggildingareftirlit á pósthúsum

16.09.2010

Í júlí mánuði sl. voru 11 pósthús heimsótt af Neytendastofu á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort að vogir sem eru í notkun í pósthúsum væri með löggildingu ásamt því að skoðað var hvort löggildingarmiði væri sýnilegur. Vogir sem eru notaðar til að ákvarða verð eiga að vera löggiltar og flokkast vogir í pósthúsum undir það ákvæði. Engar athugsemdir voru gerðar og voru allar vogir sem voru skoðaðar með gilda löggildingu og sýnilegan löggildingarmiða.

 

TIL BAKA