Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2008

17.12.2008

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Vodafone hafi með skráningu og notkun lénsins mittfrelsi.is brotið gegn ákvæðum 5. gr. og 2. málsl. 12. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins og ákvæðum 5. gr. og 2. málsl. 15. gr. a. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, sbr. lög nr. 50/2008. Síminn hefur átt skráð orðmerkið og orð- og myndmerkið Frelsi hjá Einkaleyfastofu í átta ár og hefur sýnt fram á notkun á vörumerkinu Mitt Frelsi áður en Vodafone fékk skráð lénið. Þá hefur Síminn einnig fengið Mitt Frelsi skráð sem orðmerki hjá Einkaleyfastofu. Er það því mat Neytendastofu að réttur Símans til vörumerkisins Mitt Frelsi gangi framar rétti Vodafone.

Með ákvörðuninni er Vodafone bannað að nota vörumerkið Mitt frelsi í markaðssetningu og sem lénanafn.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA