Fara yfir á efnisvæði

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

15.04.2013

Lyfjagreiðslunefnd kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsinga Skipholtsapóteks þar sem auglýst voru lyf á heildsöluverði. Með bréfi Neytendastofu dags. 6. september 2012 var tekin sú ákvörðun að ekki væri ástæða til aðgerða vegna auglýsinganna.  Lyfjagreiðslunefnd kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem komst að þeirri niðurstöðu að Lyfjagreiðslunefnd hefði ekki beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn málsins og væri því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá áfrýjunarnefnd neytendamála.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA