Fara yfir á efnisvæði

Norræn skýrsla um viðbótartryggingar

31.05.2006

Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur verið gefin út skýrsla um viðbótartryggingar við vörukaup á Norðurlöndum. Viðbótartryggingar eru tryggingar sem neytendur kaupa í verslunum um leið og þeir kaupa vörur eins og rafmagns- og heimilistæki. Í skýrslunni er að finna kortlagningu markaðarins fyrir viðbótartryggingar en á Íslandi er það eingöngu ELKO sem býður slíkar tryggingar. Velt er upp sjónarmiðum um hvort viðbótartyggingar veiti neytendum meiri vernd en þá sem lög um neytendakaup gera varðandi galla og ábyrgð á vörum og hefðbundnar innbústryggingar. Íslenska samantekt á efni skýrslunnar er að finna á bls. 105.

Skýrslan: Tillægsforsikringer i Norden (TemaNord 2006:524)


TIL BAKA