Fara yfir á efnisvæði

Undirritun samkomulags um markaðsgæslu persónuhlífa

23.04.2001

Löggildingarstofa og Vinnueftirlitið hafa gert með sér samkomulag um markaðsgæslu persónuhlífa. Samkomulagið felur það m.a. í sér að Löggildingarstofa sinnir persónuhlífum sem fyrst og fremst eru ætlaðar til einkanota en Vinnueftirlitið sinnir persónuhlífum sem notaðar eru í atvinnuskyni.  Myndin var tekin við undirritun samkomulagsins.  Á myndinni eru frá vinstri: Fjóla Guðjónsdóttir og Birna Hreiðarsdóttir Löggildingarstofu, Gylfi Gautur Pétursson forstjóri Löggildingarstofu, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins og Ólafur Hauksson Vinnueftirlitinu.

TIL BAKA