Ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2007
30.04.2007
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vélar og þjónusta ehf. hafi með notkun firmanafnsins brotið gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Með vísan til 2. mgr. 16. gr. sömu laga bannar Neytendastofa fyrirtækinu að nota firmanafnið Vélar og þjónusta ehf. Sjá nánar ákvörðun nr. 10/2007.