Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Epli.is vegna „Engir vírusar“ auglýsinga

04.11.2011

Neytendastofa hefur lagt 1.500.000 kr. stjórnvaldssekt á Skakkaturninn ehf., rekstraraðila Epli.is, þar sem fyrirtækið virti að vettugi ákvörðun stofnunarinnar frá 3. desember 2010. Með ákvörðuninni, sem var staðfest af áfrýjunarnefnd neytendamála, taldi Neytendastofa að Skakkiturninn ehf hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar“. Auglýsing er því villandi og til þess fallin að blekkja neytendur til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra við val á tölvum. Fyrirtækinu var því bannað að nota fullyrðingu á auglýsingum. 

Í október s.l. bárust Neytendastofu ábendingar um að Skakkiturninn ehf. væri aftur farinn að auglýsa með framangreindri fullyrðinu. Þar sem fyrirtækinu hafði þegar verið bannað að nota fullyrðinguna „Engir vírusar“ í auglýsingum sínum var óhjákvæmilegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið.

Ákvörðun 66/2011 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA