Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun vegna auglýsinga Skeljungs

27.05.2013

Neytendastofa barst kvörtun frá Olís vegna markaðsherferðar Skeljungs. Í auglýsingunum kom m.a. fram að með Orkulyklinum væri veittur afsláttur í peningum en ekki punktum.

Kvörtun Olís snéri að því að auglýsingarnar væru rangar og villandi. Að mati Olís gáfu auglýsingarnar í skyn að keppinautar Orkunnar veittu aðeins afslátt í formi vildarpunkta ekki í afslátt í peningum og að þeim væri sérstaklega beint að ÓB og Olís.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Skeljungur hefði ekki brotið lög með auglýsingunum. Taldi Neytendastofa orðalag auglýsinganna ekki vera ósanngjarnt gagnvart keppinautum og að orðalagið leiddi ekki til þess að keppinautar Orkunnar veiti ekki afslátt í peningum. Með auglýsingunum væri Skeljungur að kynna hvernig afsláttarkerfi fyrirtækisins virkar. Taldi Neytendastofa ekki vera ástæða til aðgerða.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA