Lénið suluform.is
24.09.2010
Neytendastofu barst kvörtun frá Súlu form studio yfir skráningu Pole fitness studio á léninu suluform.is. Pole fitness studio átti skráð lénið polefitness.is og var eini tilgangur lénsins suluform.is að flytja notandann yfir á síðuna polefitness.is.
Neytendastofa taldi orðasambandið Súlu form ekki almennt og lýsandi fyrir þjónustuna enda hafði það t.d. fengist skráð sem vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Súlu form studio lagði fram gögn í málinu sem að mati Neytendastofu sýndu fram á að það félag hafði notast við vörumerkið lengur en Pole fitness studio. Því taldi Neytendastofa skráningu lénsins brjóta gegn ákvæðum 5. gr. og 15. gr. a. laga nr. 57/2005.
Lesa má ákvörðun Neytendastofu nr. 46/2010 í heild sinni hér.