Drög að reglum um viðurkenningu á kerfum framleiðenda
Neytendastofa ber ábyrgð á framkvæmd laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn. Á grundvelli laganna hefur verið samþykkt reglugerð nr. 437/2009, um e-merktar forpakkningar á vörum en hún er innleiðing á tilskipun 2007/45/EB, um sama efni. Fyrirtæki sem vinna að forpökkun vöru í neytendaumbúðir geta valið að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar varðandi vigtun vöru í umbúðirnar.
Í reglugerðinni er kveðið á um fyrirtæki sem vilja nýta sér reglurnar eru háð mælifræðilegu eftirliti Neytendastofu skv. 3. gr. og þau geti sótt um viðurkenningu á tilhögun við framleiðslu og þyngdarmælingum til Neytendastofu í samræmi við ákvæði í 4. - 6. tölulið í viðauka I reglugerðarinnar. Þegar að viðurkenning liggur fyrir er heimilt að setja e-merki á umbúðir vörunnar.
Neytendastofa hefur samið drög að reglum um "Viðurkenningu á kerfum framleiðenda" sem vilja nota e-merkingar á forpakkningar sem þeir framleiða. Reglurnar eru nú lagðar fram í opið umsagnarferli en umsagnir um drögin óskast send á póstfangið postur@neytendastofa eigi síðar en 29. október 2011.
Drög að reglunum má sjá hér.