Nýr kvörðunarbúnaðar fyrir þrýstimæla tekinn í notkun
Kvarðanir þrýstimæla hafa um árabil verið framkvæmdar hjá kvörðunarþjónustu Neytendastofu en í lok síðasta árs varð búnaðurinn ónýtur og því þurfti að fjárfesta í nýjum. Eftir skoðun var ákveðið að kaupa búnað frá DH Budenberg í Frakklandi sem framleiddi einnig eldri búnaðinn sem reyndist vel. Búnaðurinn heitir DH Budenberg MC1 og hægt er að velja um misstóra Smart þrýstinema sem mæligrunna með búnaðinum eða frá 0... 350 mbar og upp í 0...100 bar.
Keyptir voru tveir þrýstinemar með búnaðinum fyrir mælisviðin 0...10 bar og 0..100 bar í stað þriggja eldri grunna fyrir mælisviðin 0..1,2 bar, -1...10 bar og 0...120 bar. Bent skal á að ekki verða lengur í boði kvarðanir á neikvæðum þrýstingi (vacuum, -1...0 bar).
Miðað við eldri mæligrunna Neytendastofu verður óvissa af svipaðri stærð eða heldur minni á bilunum 0...10 bar og 0...100 bar en ekki eins góð og með minnsta eldri nemanum sem reyndar var sjaldan notaður.
Mælifræðisvið Neytendastofu hefur nú lokið við prófa og tekið í notkun áðurnefnda búnað og var fyrsti mælirinn kvarðaður nú í vikunni.
Dæmi um aðila sem þurfa að fá kvörðun á ýmiskonar þrýstibúnað eru bílaverkstæði, flugvélaverkstæði, skipaþjónustur, gúmmíbátaþjónustur, lyfjaframleiðendur og köfunarþjónustur.