Fara yfir á efnisvæði

Krafa um bættan staðall

03.09.2010

Fréttamynd

Stjórnvöld í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum hafa ákveðið að vinna saman að því að setja öryggi barna í forgang og krefjast betri og öruggari alþjóðlegs staðals fyrir snúrur, keðjur og bönd sem eru í gluggatjöldum, rúllugluggatjöldum og rimlagluggatjöldum.
Þetta er í fyrsta sinn á þessu sviði sem stjórnvöld ríkjanna vinna saman en ástæðan fyrir því er að nú á að reyna að sporna við hættulegum slysum hjá börnum vegna þessara banda í gluggatjöldum.
Árið 2002 voru skráð 90 tilfelli þar sem leita þurfti með börn á neyðarmóttöku sjúkrahúss vegna meiðsla af völdum banda í gluggatjöldum í sjö aðildarríkjum ESB. Á árinu 2008 er vitað um að minnsta kosti sex börn í Evrópu sem létust vegna þess að þau flæktust í böndum í gluggatjöldum.  Í Bandaríkjunum eru skráð 120 dauðsföll og 113 slys af völdum þessara banda síðan 1999. Í Kanada eru skráð 28 dauðsföll og 23 slys þar sem lá við köfnun af völdum gardínubanda síðan 1986.

Markmiðið með þessu sameiginlega átaki er að draga úr hættu á dauðaslysum og meiðslum sem lykkjur á snúrum og böndum gluggatjalda geta valdið börnum.

Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Setjið eingöngu upp gluggatjöld sem eru án banda á heimilum með ung börn.
  • Ef bönd eru á gluggatjöldum færið vöggur, rúm, eða önnur húsgögn og leikföng frá gluggunum.
  • Passið upp á að böndin séu ekki það löng að ung börn nái í þau. Hægt er að kaupa sérstakan öryggisbúnað fyrir börn eins og til dæmis snúrustytti.

Nánari upplýsingar um öryggi banda í gluggatjöldum má sjá á ensku hér

TIL BAKA