Verðmerkingum á vörum bensínstöðva enn ábótavant
03.01.2011
Í lok september kannaði Neytendastofa hvort búið væri að bæta verðmerkingar á 15 bensínstöðvum sem ekki höfðu merkt vörur sínar sem skyldi í fyrri könnun sem gerð var í ágúst. Skoðað var hvort vörur bæði í hillum og kælum verslananna væru verðmerktar og samræmi verðs í hillu og á kassa.
Af þeim 14 stöðvum sem skoðaðar voru með tilliti til verðmerkinga kom í ljós að einungis sjö bensínstöðvar voru búnar að koma sínum verðmerkingum í lag. Þessi niðurstaða er langt frá því að vera viðunandi og verður tekin til nánari skoðunar.
Tekið er við ábendingum um verðmerkingar og annað sem snertir rétt neytenda á www.neytendastofa.is