Óverðmerktar verslanir í miðbæ Reykjavíkur
Þann 30. september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í seinni eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í þær 17 verslanir sem höfðu fengið áminningu frá Neytendastofu vegna síðustu eftirlitsferðar sem farin var á tímabilinu 12. – 22 ágúst sl. Neytendastofa gerði athugasemdir við að fimm verslanir höfðu ekki komið verðmerkingum í viðunandi horf, en það voru Rammagerðin, Púkinn 101, Kassetta, Couture og Nordic store. Í öllum tilfellum voru gerðar athugasemdir við skort á sýnilegum verðmerkingum í sýningargluggum. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli verslanirnar sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga.
Ef neytendur hafa ábendingar sem varða verðmerkingar er hægt að senda þær inn í gegnum heimasíðu Neytendastofu, www. neytendastofa.is.
í viðunandi horf, en það voru Rammagerðin, Púkinn 101, Kassetta, Couture og Nordic store. Í öllum tilfellum voru gerðar athugasemdir við skort á sýnilegum verðmerkingum í sýningargluggum. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli verslanirnar sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga.
Ef neytendur hafa ábendingar sem varða verðmerkingar er hægt að senda þær inn í gegnum heimasíðu Neytendastofu, www. neytendastofa.is.