Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

12.11.2012

Með ákvörðun nr. 12/2012 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða vegna notkunar Raftækjaverslunar Kópavogs ehf. á heitinu Rafkó. Rafco ehf. taldi að notkunin gæti valdið ruglingi við vörumerki sitt. Neytendastofa taldi heitin ekki almenn og hvort á sinn hátt lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækjanna. Starfsemin væri þó það ólík að engin hætta væri á að neytendur teldu tengsl vera á milli fyrirtækjanna.

Rafco kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú, með úrskurði í máli nr. 5/2012, staðfest ákvörðun Neytendastofu.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér

TIL BAKA