Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar hjá sjúkraþjálfum

26.06.2012

Dagana 19. – 20. júní sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga sjúkraþjálfarastofa. Farið var í heimsókn á sjö staði á höfuðborgarsvæðinu.  Skoðað  var hvort Verðskrá yfir þjónustu væri  birt með áberandi hætti þar sem þjónustan er veitt. Hvort verðskráin væri skýr, aðgengileg og greinileg þannig að augljóst væri hvaða þjónustu verðmerkingin eigi við. Athugað var hvort að verðmerkingar væru á vörunum sem væru til sölu og hvort að merkingarnar væru skýrar -og greinilegar.  

Skemmst er frá því að segja að á öllum stöðum var verðskrá sýnileg og einnig voru söluvörur merktar á þeim stöðum sem það átti við. Það er því ekki hægt að segja annað en að sjúkraþjálfarar séu að standa sig vel og vonum við að aðrar starfsgreinar taki þá sér til fyrirmyndar. Neytendastofa stendur um þessar mundir í átaki í eftirliti með verðmerkingum. Verður því farið í eftirlitsferðir í verslanir og til þjónustuaðila á ýmsum sviðum. Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar með rafrænum hætti í gegnum rafræna Neytendastofu á slóðinni www.neytendastofa.is

TIL BAKA