Háspennustaðallinn komin út
01.03.2005
Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á því að Staðlaráð Íslands hefur staðfest staðalinn ÍST EN 170, Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV. Staðallinn inniheldur ákvæði um hönnun og setningu raforkuvirkja með riðspennu yfir 1 kV.
Á næstunni mun verða vísað til fyrrgreinds staðals í reglugerð um raforkuvirki og jafnframt verða fellt burtu ákvæði reglugerðarinnar og orðsendinga sem gilt hafa til þessa um sama efni.
Hægt er að panta staðalinn með 15% kynningarafslætti á vefsíðu Staðlaráðs Íslands, http://www.stadlar.is/