Bankaþjónusta kemur verst út í skorkorti neytenda
Skorkort neytendamála fyrir árið 2012 sýnir að Evrópskir neytendur eru óánægðir með hvernig ýmsir markaði starfa. Þeir þjónustumarkaðir sem komu hvað verst út eru bankaþjónusta, fjarskiptamarkaðurinn og orkumarkaðurinn. Þriðja árið í röð eru markaður með fjárfestingar, veðlán og húsnæðismarkaður á botninum. Væntingum neytenda virðist frekar mætt á markaði með söluvörur þrátt fyrir að sala á bifreiðum, fatnaði og skóm og matvælum hafi komið illa út. Árið 2012 var Ísland í fyrsta skipti tekið með í þessari skoðun.
Skorkortið er alfarið unnið á vegum Evrópusambandsins þar sem viðhorf 650.000 neytenda er kannað út frá 51 markaði með vöru og þjónustu, Skoðað er traust neytenda, fjölda kvartana frá neytendum, fjölda vandamála sem koma upp, hvernig leyst er úr vandamálum og hversu auðvelt er fyrir neytendur að bera saman vöru.
Helstu niðurstöður fyrir árið 2012 eru að neytendur eru ósáttir við bankaþjónustu. Neytendur eiga erfitt með að bera saman ólík gjöld og skilyrði og þar af leiðandi að velja hagstæðustu kjörin auk þess sem erfitt er að skipta um þjónustuveitanda. Niðurstöður fyrir Ísland voru á þessa sömu leið. Traust til þeirra sem bjóða veðlán er áberandi lægra á Íslandi en að meðaltali í Evrópu auk þess sem sá markaður nýtur minnsta traustsins hér á landi skv. skorkortinu. Sá markaður er einnig lægstur þegar litið er til heildaránægju íslenskra neytenda með þjónustuna. Aðgengi neytenda til að gera samanburð á fjárfestingarkostum kemur mun ver út á Íslandi en að meðaltali í Evrópu
Fjarskiptamarkaðurinn fékk einnig fá stig í meðaltali allra Evrópuríkja. Vandamálum hefur hefur fækkað frá árinu 2011 en þrátt fyrir það kemur markaðurinn enn illa út borið saman við aðra. Internetþjónusta kom ekki vel út á Íslandi miða við önnur ríki og voru vandamál tengt þeirri þjónustu mun meiri en að meðaltali í Evrópu. Bifreiðatryggingar komu ver út hér á landi en að meðaltali í Evrópu en aftur á móti eru Íslendingar ánægðari með viðhaldsþjónustur s.s. bifreiðaverkstæði heldur en aðrir Evrópubúar.Orkumarkaðurinn kemur sérstaklega illa út í vali, samanburði og skiptum á þjónustuveitanda í meðaltali Evrópuríkjanna. Sá markaður kom heldur betur út hér á landi.
Samræmið milli þess hvaða markaðir með söluvöru komu að meðaltali verst út í Evrópu og hér landi er minna en samræmi milli þjónustumarkaða. Í meðaltali fyrir öll Evrópuríkin er sala á notuðum bílum sá markaður sem kom verst út af mörkuðum sem selja vörur. Þetta er þriðja árið í röð sem sá markaður kemur verst út og er með lægstu stigin fyrir traust og samanburð og hæstu tíðni vandamála. Á Íslandi er það markaður með grænmeti og ávexti sem kom verst út, og mun ver en að meðaltali í Evrópu þegar litið er til vandamála sem koma upp annað hvort með vöruna sjálfa eða seljanda. Grænmeti og ávextir eru einnig sú vara sem neytendur eru á heildina litið hvað óánægðastir með hér á landi.
Markaðir með söluvörur sem komu best út eru gleraugu og linsur, bækur og tímarit og afþreyingarvörur. Þær vörumarkaðir sem íslenskir neytendur voru á heildina litið ánægðastir með eru gleraugu og linsur, lausasölulyf, stór raftæki, mjólkurvörur og húsgögn.
Skorkortið má nálgast í heild sinni á vefsíðunni http://ec.europa.eu/consumers/consumer_research/editions/cms8_en.htm