Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

13.11.2012

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 10/2012 staðfest að hluta ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2012.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að vinna að undirbúningi nýrra samþykkta hjá keppinauti Karls K. Karlssonar á meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu. Þá hafi hann brotið gegn lögunum með því að veita upplýsingar um fjárhagsstöðu Karls K. Karlssonar til birgja og hagnýta sér þær upplýsingar í þágu keppinautar. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti þann hluta ákvörðunarinnar sem snéri að fundi með fulltrúum birgja og tölvupósti til birgja. Áfrýjunarnefndin felldi hins vegar úr gildi þá ákvörðun að fyrrverandi starfsmaðurinn hafi brotið gegn lögunum með því að vinna að undirbúningi nýrra samþykkta hjá keppinauti Karls K. Karlssonar.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér.

TIL BAKA