Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 29-32.
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
1. Söluaðilar í Noregi hafa sett sölubann og afturkallað frá neytendum súperbolta vegna eldhættu. Vöruheitið er Notabene. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynning nr. 997/09. Framleiðsluland er Kína.
2. Stjórnvöld í Hollandi hafa sett sölubann og tekið af markaði leikfangabíl úr tré vegna köfnunarhættu þar sem litlir hlutir geta losnað af bílnum. Vöruheitið er De Bijenkorf. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1016/09. Framleiðsluland er óþekkt og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
3. Stjórnvöld í Hollandi hafa sett sölubann á leikfangavörubíl vegna köfnunarhættu hjá börnum þar sem litlir hlutir geta losnað af bílnum. Vöruheitið er Vidal Europa. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1017/09. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
4. Tollayfirvöld á Spáni hafa stöðvað innflutning á hlaupahjóli fyrir börn vegna slysahættu. Vöruheitið er Polytop. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1021/09. Á hjólið skortir leiðbeiningar um notkun hjólsins og aðvörun við hugsanlegri slysahættu. Framleiðsluland er Kína. Varan er ekki CE-merkt.
5. Söluaðilar í Bretlandi hafa tekið af markaði plastönd vegna hættu á köfnun hjá börnum. Vöruheitið er H&A. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1023/09. Framleiðsluland er Kína.
6. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa sett sölubann á leikfangasíma, fyrirskipað að hann skuli tekinn af markaði og innkallaður frá neytendum vegna köfnunarhættu hjá börnum. Hólfið þar sem rafhlaðan er geymd getur auðveldlega opnast og þá skapast hætta á að barn gleypi rafhlöðuna. Vöruheitið er Meiyu. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1026. Framleiðsluland er Kína.
7. Söluaðilar í Bretlandi hafa tekið af markaði blásturshljóðfæri úr plasti vegna hættu á köfnun hjá börnum. Aðalhættan skapast af hlutum sem geta losnað frá hljóðfærinu. Vöruheitið er Outdoor Action. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1029/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
8. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa stöðvað innflutning á dúkkuvagni vegna slysahættu. Vöruheitið er Besteam. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1034/09. Framleiðsluland er Kína og leikfangið samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
9. Innflutningsaðili á Spáni hefur tekið af markaði jólasveinabúning vegna köfnunar og eldhættu. Vöruheitið er Reila Christmas. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1038/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
10. Söluaðili í Hollandi hefur stöðvað sölu á trépúsluspili vegna köfnunarhættu sem notkun hennar getur orsakað hjá börnum. Vöruheitið er CM. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1063/09. Framleiðsluland er Kína.
11. Söluaðili í Hollandi hefur hætt sölu, tekið af markaði og innkallað frá neytendum bollastell úr plasti vegna köfnunarhættu hjá börnum. Litlir hlutir geta losnað frá og barnið gleypt það. Vöruheitið er Wader Quality Toys. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1065/09. Framleiðsluland er Þýskaland. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
12. Innflutningsaðili í Hollandi hefur stöðvað sölu á leikfangi vegna köfnunarhættu. Hlutir sem eru festir á leikfangið geta auðveldlega losnað frá því. Vöruheitið er I‘m Toy. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1066/09. Framleiðsluland er Thailand.
13. Innflutningsaðili í Póllandi hefur tekið af markaði leikfangafarsíma vegna hættu á heyrnaskemmdum hjá börnum þar sem hljóðstyrkur frá símanum mælist 98 db en leyfilegur styrkur er 80db. Vöruheitið er Qing Pal. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1074/09. Framleiðsluland er Kína.
14. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangabyssa með örvum skuli tekin af markaði vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er Hero police. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 1075/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
15. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangafarsími skuli tekin af markaði vegna þess að notkun hans getur orsakað heyrnarskaða. Hljóðstyrkur farsímans fer yfir leyfileg styrkleikamörk. Vöruheitið er Bai Bian Toys sjá tilkynningu nr. 1076/09 og Vöruheitið er Benign Girl sjá tilkynningu nr. 1077/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
16. Stjórnvöld í Frakklandi hafa fyrirskipað eignaupptöku á mjúkum tauleikfangahring vegna hættu á köfnun hjá börnum. Vöruheitið er V-Rasehorn. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1099/09. Framleiðsluland er Þýskaland og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
17. Stjórnvöld í Bretlandi hafa fyrirskipað eignaupptöku á leikföngum, sem líta út eins og kirsuber vegna köfnunarhættu ef börn halda að þetta séu raunveruleg kirsuber og gleypa þau. Vöruheitið er Legler. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1101/09. Framleiðsluland er Þýskaland og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
18. Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað eignaupptöku á leikfangaboltum vegna köfnunarhættu. Þegar leikfangaboltarnir blandast vatni þá þenjast þeir út og geta hindrað öndunarveg barnanna. Vöruheitið er TOYS. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynningu nr. 1106/09. Framleiðsluland er Kína og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
19. Dreifingaraðili í Hollandi hefur stöðvað sölu og tekið af markaði leikfangasíma vegna hættu á heyrnarskaða þar sem hljóðstyrkur frá símanum mælist yfir leyfilegan styrk sem er 80 db. Vöruheitið er VERO Sweet Presents. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr .1108/09. Framleiðsluland er Kína og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
20. Söluaðili í Bretlandi hefur innkallað frá neytendum leikfangavasaljós vegna brunahættu. Vöruheitið er Kinnerton. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1109/09. Framleiðsluland er Kína og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
21. Dreifingaraðili í Hollandi hefur stöðvað sölu og tekið af markaði lyklahring með mjúkum leikfangafugli vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er PIA Holland. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1110/09. Framleiðsluland er Kína og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
22. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangafarsíma sé tekinn af markaði vegna hættu á heyrnarskemmdum hjá börnum þar sem db styrkur frá símanum mælist 98 db en leyfilegur styrkur er 80 db. Vöruheitið er VIDAL. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1112/09. Framleiðsluland er Kína og. Varan er CE-merkt en varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
23. Innflutningsaðili í Póllandi hefur gripið til viðeigandi ráðstafana vegna sölu á leikfangalögreglusetti vegna hættu á köfnun. Vöruheitið er Met Pol. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1114/09. Framleiðsluland er Kína. Varna er CE-merkt en varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
24. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangafiðrildi skuli tekið af markaði vegna kyrkingar- og köfnunarhættu. Vöruheitið er TOYS. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1115/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
25. Stjórnvöld á Spáni hafa fyrirskipað að tiltekin plastleikföng skuli tekin af markaði vegna slysahættu. þess að auðvelt getur verið að skera sig á þeim vegna skarpra brúna sem standa út frá þeim. Nánari upplýsingar um vöruheiti og myndir í tilkynningu nr. 1120/09. Framleiðsluland er Kína og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
26. Í Þýskalandi hefur verið tekið af markaði og innkallað frá neytendum þrjár tegundir af laserbyssum vegna sjónskaða sem notkun hennar getur orsakað. Vörumerkið Novel sjá tilkynningu nr. 1127/09, vörumerkið Happy baby sjá nánar tilkynningu nr. 1132/09 og vörumerkið Champion sjá tilkynningu nr. 1133/09. Framleiðsluland er Kína.
27. Stjórnvöld í Búlgaríu hafa lagt innflutnings og sölubann á þjóðhátíðarbúning og einnig fyrirskipað að hann skuli tekin af markaði vegna slysahættu. Vörumerkið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má í tilkynningu nr. 1134/09. Framleiðsluland er Kína. Varna er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
28. Tollayfirvöld á Spáni hafa stöðvað innflutning á leikfangaþyrlu vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vörumerkið er TOYS. Sjá upplýsingar og mynd í tilkynningu nr. 1139/09. Framleiðsluland er Kína. Varna er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði hér á landi, sbr. www. neytendastofa.is,nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu. /
Neytendastofa 20. október 2009.