Fara yfir á efnisvæði

Samningur talsmanns neytenda við Neytendastofu undirritaður

05.01.2006

Þann 30. desember sl. var samningur talsmanns neytenda við Neytendastofu undirritaður en lögum samkvæmt hefur talsmaður neytenda aðsetur hjá Neytendastofu. Samkomulagið felur í sér að sett er formleg umgjörð um samstarf embættisins og Neytendastofu. Tilgangur samningsins er m.a. að samnýta aðstöðu, almenna stoðþjónustu sem og eftir atvikum sérfræðiþekkingu sem Neytendastofa hefur yfir að ráða í samræmi við nánara samkomulag aðila.

Neytendastofa og talsmaður neytenda fagna þessum áfanga enda er markmið beggja aðila að treysta og efla neytendavernd á Íslandi.

 

 

TIL BAKA