Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar Lexus

15.07.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi varðandi innköllun á Lexus RX400h Hybrid.

Ástæða innköllunarinnar er sú að við mikið álag á bílinn geta straumstýringar fyrir háspennu í Hybridkerfinu hitnað og skemmst, við það missir vélin afl. Komi þessi bilum fram í bílnum kvikna gaumljós í mælaborði fyrir vél, stöðuleikastýringu, rafdrifið hemlakerfi og Hybridkerfi.

Toyota mun hafa samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

 

TIL BAKA